Innlent

Kjar­a­mál­in, Land­spít­al­inn og þol­mörk jarð­ar­inn­ar rædd á Spreng­i­sand­i

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Á Sprengisandi í dag verða tekin fyrir kjaramál, verkalýðsmál og verkalýðshreyfing. Fyrir viku boðaði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að haustið verði erfitt á vinnumarkaði. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA ætlar að bregðast við því. 

Svo mæta þeir Kristján Þórður Snæbjarnarsonar formaður Rafiðnaðarsambandsins, einn af þeim sem orðaður er við formannsstöðuna í ASÍ og Friðrik Jónsson formaður BHM. Hvað afleiðingar hefur afsögn Drífu Snædal inn í haustið?

Ásgeir Haraldsson barnalæknir og prófessor ætlar að ræða um Landspítalann - Háskólasjúkrahús í framhaldi af viðtölum síðustu vikna við þá Björn Zoëga og Margnús Karl Magnússon. Er Landspítalinn þekkingarfyrirtæki og ef svo, hverju skiptir það í umræðunni um fjárveitingu og rekstur?

Guðrún Schmidt, sérfræðingur hjá Landvernd, verður síðasti gestur Sprengissands þennan sunnudaginn. Á hverju ári birtist óhjákvæmilega þolmarkadagur jarðarinnar og hann færist æ framar í dagatalinu. Er það eitthvað sem máli skiptir og hver ættu viðbrögðin að vera?

Kristján Kristjánsson heldur utan um umræðurnar á Sprengisandi sem hefjast klukkan tíu í beinni á Bylgjunni og í mynd á Stöð 2 Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×