Potion er að finna á nýútgefinni plötu Harris sem nefnist Funk Wav Bounces Vol. 2 en fyrra bindi kom út árið 2017. Þetta er fyrsta platan sem hann gefur út í rúm fimm ár og jafnframt sjötta plata sem hann sendir frá sér.
Úrvals hópur tónlistarfólks úr ólíkum áttum syngur inn á nýja plötu Harris og ásamt Dua Lipa og Young Thug má sem dæmi nefna Busta Rhymes, Charlie Puth, Justin Timberlake, Normani, Pharrell Williams og fleiri stór nöfn úr tónlistarheiminum. Má gera ráð fyrir að eitthvað af lögum plötunnar rati inn á Íslenska listann á næstunni og jafnvel að stórsmellur leynist meðal laganna.
Beyoncé situr svo á toppi Íslenska listans í þessari viku með lagið Break My Soul og hækkar sig um eitt sæti frá því í síðustu viku. Plata Beyoncé, Renaissance, hefur vakið mikla athygli og lagið Break My Soul hefur hækkað sig hægt og rólega upp listann á síðastliðnum vikum. Harry Styles skipar annað sæti með nýjasta smellinn sinn Late Night Talking en lagið átti stutt stopp á toppnum í eina viku áður en Beyoncé steypti Styles af stóli.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: