Anníe Mist viðurkennir að hún eigi mikið ólært í því að vera betri liðsfélagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavíkur komust næst verðlaunapallinum á nýloknum heimsleikum í CrossFit í Madison. Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti