Innlent

Tíu prósent heimila safni skuldum eða gangi á spari­fé

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mörg heimili eiga erfitt með að ná endum saman.
Mörg heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Vísir/Vilhelm

Um tíu prósent landsmanna safna skuldum eða þurfa að ganga á sparifé til að ná endum saman, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar Prósents sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag.

Samkvæmt könnuninni glímir þriðjungur heimila við erfiða fjárhagsstöðu en 24 prósent þátttakenda sögðu enda ná sama með naumindum. Helmingur svarenda sagðist geta lagt eitthvað til hliðar og sextán prósent sögðust geta safnað talsverðu sparifé.

Eðli málsins samkvæmt eru hlutföllin afar misjöfn eftir tekjum en meðal þeirra sem voru með minna en 400 þúsund krónur í laun sögðust 77 prósent rétt ná endum saman eða vera í mínus. Hlutfallið var 43 prósent meðal þeirra sem voru með tekjur á bilinu 400 til 800 þúsund krónur.

Af þeim sem voru með heimilistekjur upp á 1,5 milljón á mánuði sögðust 88 prósent eiga afgang um mánaðamót og 42 prósent talsverðan.

Samkvæmt könnuninni var staða fólks á Reykjanesi áberandi verst en þegar horft er til aldurs voru þeir best settir sem eru á aldrinum 55 til 64 ára.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.