Sport

Stefán Teitur lagði upp í sigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson og samherjar unnu sannfærandi sigur í dag. 
Stefán Teitur Þórðarson og samherjar unnu sannfærandi sigur í dag.  Vísir/Getty

Stefán Teitur Þórðarson átti stoðsendinguna eitt marka Silkeborgar þegar liðið bar 3-1 sigur úr býtum í leik sínum við AaB í fjórðu umferð dönsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Það var Nicolai Vallys sem skoraði eftir sendingu frá íslenska landsliðsmanninum.

Silkeborg fer vel af stað í deildinni á nýhafinni leiktíð en liðið hefur 10 stig eftir fjóra leiki og er tveimur stigum á eftir Nordsjælland sem trónir á toppnum. 

Stefán Teitur spilaði fyrstu 80 mínúturnar tæpar inni á miðsvæðinu hjá Silkeborg en þessi 23 ára gamli Skagamaður hefur verið í byrjunarliðinu í öllum deildarleikjum Silkeborgar til þessa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.