Giftu sig degi of snemma Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 23:00 Þrátt fyrir að gosið hafi byrjað degi eftir brúðkaupið náðu Michael, Benno og Julija að skella sér í myndatöku við hraunið. Aðsend Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija. Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija.
Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira