Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 20:04 Handverkskonurnar Sara Guðfinna Jakobsdóttir (t.h.) og Bryndís Ólafsdóttir, sem standa oft og iðulega vaktina í Salhússmarkaðnum tilbúnar að taka á móti gestum með brosi á vör. Magnús Hlynur Hreiðarsson Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins
Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira