Lífið

Khloé Kar­dashian sögð orðin tveggja barna móðir

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Khloé deildi engu um barnið fyrr en fyrir mánuði síðan.
Khloé deildi engu um barnið fyrr en fyrir mánuði síðan. Vísir/Getty

Khloé Kardashian er sögð vera orðin tveggja barna móðir, en bæði börnin sín á hún með NBA leikmanninum Tristan Thompson.

Samband Khloé og Tristan hefur verið stormasamt í gegnum tíðina og hafa þau hætt og byrjað saman margsinnis vegna framhjáhalda Tristan. Einnig eignaðist hann barn í laumi í desember síðastliðnum en hann á að hafa sofið hjá þeirri barnsmóður sinni á meðan sambandi hans og Khloé stóð. Parið er ekki saman í dag.

Í júlí greindu miðlar vestanhafs svo frá því að Khloé og Tristan ættu von á barni saman með hjálp staðgöngumóður. Samkvæmt heimildum E News er umrætt barn nú fætt en það þýði ekki að parið sé byrjað aftur saman en barneignaferlið hafi verið hafið áður en laumubarn Tristan leit dagsins ljós.

Khloé er sögð hafa viljað vernda einkalíf staðgöngumóðurinnar með því að segja ekki frá þunguninni en hún hafi neyðst til þess að staðfesta orðróminn fyrir um mánuði síðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.