Lífið

russian.girls taka lagið í beinni

Elísabet Hanna skrifar
Hljómsveitin russian.girls er ekkert að stressa sig á viðtökum tónlistarinnar.
Hljómsveitin russian.girls er ekkert að stressa sig á viðtökum tónlistarinnar. Melkorka Embla Hjartardóttir

Annað myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu tekur hljómsveitin russian.girls lagið Hundrað í hættunni í beinni. 

Útvarp 101 og Stúdíó Sýrland standa fyrir nýrri myndbandaseríu sem gefin verður út mánaðarlega. Í henni mun efnilegt tónlistarfólk taka lagið í beinni í Stúdíó Sýrlandi en verkefnið er hugsað til að efla íslenskt tónlistafólk og hjálpa þeim að koma sér enn betur á framfæri.

Önnur í seríunni er hljómsveitin russian.girls með lagið „Hundrað í hættunni”:

Klippa: Russian Girls í beinni - Hundrað í hættunni

Hvernig var að taka lagið í beinni?

Það var bara stemmari!

Hvernig viðtökur hefur lagið verið að fá?

Við erum almennt lítið að stressa okkur á hvernig viðtökur tónlistin okkar fær, ef fólk fattar þetta ekki núna þá kannski fattar það þetta seinna.

Hvað er framundan í sumar?

Við erum að spila á Innipúkanum næsta föstudag, tvo tónleika í Reykjavík á Menningarnótt og á fleiri spennandi kvöldum í ágúst sem á eftir að tilkynna. 

Svo erum við að leggja lokahönd á okkar fyrstu breiðskífu.

Tengdar fréttir

Frumsýning: Daniil og Joey Christ í beefi

Fyrsta myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu taka tónlistarmennirnir Daniil og Joey Christ lagið Ef þeir vilja Beef í beinni.

Sitja föst en halda áfram

Raftónlistartríóið russian.girls gaf í gærkvöldi út myndband við lagið Halda áfram. Lagið er annar helmingur smáskífu sem gefin var út af þýsk/íslenska plötufyrirtækinu bbb recors í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×