Lífið

Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti í hlaupinu árið 2018.
Guðni Th. Jóhannesson forseti í hlaupinu árið 2018. Vísir/Vilhelm

Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög.

Á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins má sjá alla sem eru að safna fyrir góðgerðarfélög en sá sem hefur safnað mest hingað til er Hilmar Gunnarsson sem hleyptur til styrktar Reykjadal. Hann hefur safnað rúmlega 870 þúsund krónum.

Hilmar GunnarssonReykjavíkurmaraþon

Næstu tveir hafa safnað rúmri hálfri milljón, þeir Úlfur Eldjárn sem hleypur fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns og Erling Daði Emilsson sem hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Úlfur Eldjárn og Erling Daði Emilsson.Reykjavíkurmaraþon

Næst koma Svanhvít Yrsa Árnadóttir sem hleypur einnig fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Sigrún Rós Elmers sem hleypur fyrir Sorgarmiðstöðina.

Þórunn Arnardóttir hleypur fyrir MND á Íslandi, Ólöf Erla Einarsdóttir fyrir Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Soffía Baldursdóttir fyrir Kubuneh (allir skipta máli), Bryndís Guðmundsdóttir fyrir Ljósið, og Lára Kristjana Lárusdóttir fyrir Alzheimersamtökin en þær hafa allar safnað rúmlega tvö hundruð þúsund krónum. 

Svanhvít Yrsa Árnadóttir og Þórunn Arnardóttir.Reykjavíkurmaraþon

Hingað til hafa samtals rúmlega sextán milljónir safnast en hægt er að styrkja alveg fram að hlaupinu sem fer fram 20. ágúst næstkomandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.