Lífið

Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kim Kardashian og Kylie Jenner eru vinsælar á Instagram.
Kim Kardashian og Kylie Jenner eru vinsælar á Instagram. Getty/Taylor Hill

Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins.

Samkvæmt umfjöllun New York Times deildu systurnar mynd í „Instagram story“ hjá sér þar sem stóð, „Gerið Instagram að Instagram aftur. (Hættið að reyna að vera Tiktok, ég vil bara sjá sætar myndir af vinum mínum.) Kveðja, allir.“

Hér að neðan má sjá myndina sem þær deildu. 

Orð systranna geti haft mikil áhrif á samfélagsmiðlana sjálfa en Jenner sé til dæmis með 361 milljón fylgjenda á Instagram. Í febrúar 2018 hafi Jenner lýst því yfir að hún opni samfélagsmiðilinn Snapchat varla lengur og innan fárra daga hafi móðurfélag miðilsins tapað 1,3 milljörðum af markaðsvirði.

Instagram er sagt hafa tekið miklum breytingum nú nýverið en í síðustu viku tilkynnti miðillinn að öll myndbönd sem færu inn á miðilinn myndu verða að „Reels“ en sá kimi miðilsins birtir stutt myndbönd.

Einn stjórnenda Instagram, Adam Mosseri segir í myndbandsyfirlýsingu að þrátt fyrir gagnrýnina trúi hann því að miðillinn verði meira myndbandadrifinn með tímanum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.