Innlent

Sam­eina menningu, ferða­mál, í­þróttir og tóm­stundir undir eitt svið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Er þetta í samræmi við nýjan samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Á myndinni má sjá Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Þórdísi Lói Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar (f.m.) og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata (t.h), þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á öðrum degi hvítasunnu.
Er þetta í samræmi við nýjan samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Á myndinni má sjá Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Þórdísi Lói Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar (f.m.) og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata (t.h), þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á öðrum degi hvítasunnu. Vísir/Vilhelm

Borgarráð samþykkti í dag að sameina menningar- og ferðamálasvið (MOF) og íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR). Markmiðið er að styrkja málaflokkana með því að nýta samlegð í innviðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að breytingin sé í samræmi við samstarfssáttmála núverandi meirihluta.

Auglýst verður nýtt starf sviðsstjóra sviðsins en það mun heita menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar.

Starfshópur embættismanna mun halda utan um sameininguna og verður áhersla lögð á samráð við stjórnendur og annað starfsfólk sviðanna. Borgarritara hefur verið falið að leiða starfshópinn og undirbúning sameiningar þar til nýr sviðsstjóri tekur til starfa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×