Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2022 21:01 Þorbjörg Sigríður segir stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum hafa ráðið för á stjórnarheimilinu. Vísir/Bjarni Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. Síldarvinnslan festi kaup á Vísi í Grindavík í vikunni en með kaupunum á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti yfir áhyggjum af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupanna í vikunni. Þá mælti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrir aukinni gjaldtöku fyrir veiðiheimildir. Þingmaður Viðreisnar segir skort á pólitískum vilja einn koma í veg fyrir að breytingar verði á lögum. „Ég held að það sé algjörlega borðliggjandi að það er meirihluti á Alþingi fyrir þeim breytingum sem þarf að fara í í sjávarútveginum, meðal annars varðandi gjaldtökuna. Ef ríkisstjórnin sjálf vill fara í þessar breytingar þá er alveg morgunljóst að þær myndu ná fram að ganga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins ómur af fortíðinni Með vilja Sigurðar Inga til hækkunar á gjaldtöku þurfi ekki annað til en að hann fylgi eigin orðum eftir að mati Þorbjargar. „Sé forsætisráðherra með honum í því mun þetta rúlla í gegn um þingið.“ Hún segir skort á pólitískum vilja til breytinga mega rekja til afstöðu Sjálfstæðisflokksins til málsins. „Ég heyrði formann Sjálfstæðisflokksins tala um það núna í kjölfar þessara frétta af kaupunum að áhyggjur fólks af samþjöppun og áhyggjur fólks af byggðaröskun væru ómur af fortíðinni. Hræðsla vegna þess sem hefði gerst í fortíðinni. Ég held að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum sem er ómur fortíðarinnar,“ segir Þorbjörg. „Því miður hefur það verið þannig í þessi fimm ár sem ríkisstjórnin hefur starfað að það hefur verið stefna Sjálfsæðisflokksins sem hefur verið leiðandi röddin og leiðandi tónninn af stjórnarheimilinu.“ Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hamlað breytingum á fiskveiðistjórnunarlögum en nú þurfi forystumenn Vinstri grænna og Framsóknar að láta í sér heyra. „Við vitum að það eru þingmenn í þingflokki Vinstri grænna og þingflokki Framsóknar sem styðja breytingar í þá átt sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur kallað eftir. Forystumenn þessara tveggja flokka ættu að rifja það upp hvert hlutverk stjórnmálanna er og fara í þær breytingar sem er meirihluti fyrir á Alþingi, alveg eins og hjá þjóðinni,“ segir Þorbjörg. Pólitískan vilja innan ríkisstjórnarinnar þurfi til Þorbjörg bendir á að ýmsar tillögur hafi verið lagðar fyrir Alþingi, sem tækju á samþjöppun, en hafi ekki náð fram að ganga. Þær tillögur hafi tekið á skráningu, hvenær aðilar teldust tengdir og svo framvegis. „Þannig að það er ekki eins og það sé flókið að fara í þau mál en til þess þarf auðvitað pólitískan vilja og pólitískan vilja innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar.“ Fiskistofustjóri benti á það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ósamræmi er í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljist ráðandi aðilar á markaði með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Kallar eftir breytingu á stjórnarskrá Þorbjörg segir þetta ósamræmi varhugavert. „Stóra pólitíska spurningin er auðvitað hvers vegna það er þannig um nýtingu á auðlindum í þjóðareigu að meginreglan er alls staðar sú að aðilar geta fengið að nýta þessar auðlindir, sem eru í þjóðareign með tímabundnum samningum. Við sjáum þetta gegnum gangandi í allri löggjöf. Við sáum þetta í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarðinn. Þar var talað um tímabundna samninga,“ segir Þorbjörg. „Þetta á ekki við um sjávarútveginn af einhverri ástæðu og við í Viðreisn höfum til dæmis barist fyrir því að þessu verði breytt. Þessi regla þjónar augljóslega ekki hagsmunum almennings. Þannig að ég held að það standi upp á ríkisstjórnina að svara því hvaða hagsmunum er verið að þjóna með því að hafa sérreglu um sjávarauðlindina í þessu sambandi. Að nýtingarrétturinn sé ótímabundinn, sem gerir orðið þjóðareign merkingarlaust. Innihaldslaust. Án allrar þýðingar.“ Þarf að breyta stjórnarskránni til að stemma stigu við þessa þróun? „Já, það þyrfti að gera það því að svar Sjálfstæðismanna hefur yfirleitt verið það að það nægi að breyta fiskveiðistjórnunarlögunum. En við sjáum að það gerist ekki. Það þarf að takmarka og tempra heimildir þingsins með því að vera með skýrt ákvæði í stjórnarskránni um þessa auðlind þar sem kemur skýrt fram að hana megi nýta með tímabundnum samningum vegna þess að þetta er eign þjóðarinnar og greitt sé eðlilegt gjald fyrir. Raunverulegt auðlindagjald en það er aldeilis ekki reyndin í dag.“ Sjávarútvegur Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Akureyri Tengdar fréttir Þjóðareign hinna fáu Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. 14. júlí 2022 13:00 Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Síldarvinnslan festi kaup á Vísi í Grindavík í vikunni en með kaupunum á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili þar sem Samherji á einn þriðja í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að vera tengdur aðili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti yfir áhyggjum af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupanna í vikunni. Þá mælti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrir aukinni gjaldtöku fyrir veiðiheimildir. Þingmaður Viðreisnar segir skort á pólitískum vilja einn koma í veg fyrir að breytingar verði á lögum. „Ég held að það sé algjörlega borðliggjandi að það er meirihluti á Alþingi fyrir þeim breytingum sem þarf að fara í í sjávarútveginum, meðal annars varðandi gjaldtökuna. Ef ríkisstjórnin sjálf vill fara í þessar breytingar þá er alveg morgunljóst að þær myndu ná fram að ganga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins ómur af fortíðinni Með vilja Sigurðar Inga til hækkunar á gjaldtöku þurfi ekki annað til en að hann fylgi eigin orðum eftir að mati Þorbjargar. „Sé forsætisráðherra með honum í því mun þetta rúlla í gegn um þingið.“ Hún segir skort á pólitískum vilja til breytinga mega rekja til afstöðu Sjálfstæðisflokksins til málsins. „Ég heyrði formann Sjálfstæðisflokksins tala um það núna í kjölfar þessara frétta af kaupunum að áhyggjur fólks af samþjöppun og áhyggjur fólks af byggðaröskun væru ómur af fortíðinni. Hræðsla vegna þess sem hefði gerst í fortíðinni. Ég held að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum sem er ómur fortíðarinnar,“ segir Þorbjörg. „Því miður hefur það verið þannig í þessi fimm ár sem ríkisstjórnin hefur starfað að það hefur verið stefna Sjálfsæðisflokksins sem hefur verið leiðandi röddin og leiðandi tónninn af stjórnarheimilinu.“ Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hamlað breytingum á fiskveiðistjórnunarlögum en nú þurfi forystumenn Vinstri grænna og Framsóknar að láta í sér heyra. „Við vitum að það eru þingmenn í þingflokki Vinstri grænna og þingflokki Framsóknar sem styðja breytingar í þá átt sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur kallað eftir. Forystumenn þessara tveggja flokka ættu að rifja það upp hvert hlutverk stjórnmálanna er og fara í þær breytingar sem er meirihluti fyrir á Alþingi, alveg eins og hjá þjóðinni,“ segir Þorbjörg. Pólitískan vilja innan ríkisstjórnarinnar þurfi til Þorbjörg bendir á að ýmsar tillögur hafi verið lagðar fyrir Alþingi, sem tækju á samþjöppun, en hafi ekki náð fram að ganga. Þær tillögur hafi tekið á skráningu, hvenær aðilar teldust tengdir og svo framvegis. „Þannig að það er ekki eins og það sé flókið að fara í þau mál en til þess þarf auðvitað pólitískan vilja og pólitískan vilja innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar.“ Fiskistofustjóri benti á það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ósamræmi er í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljist ráðandi aðilar á markaði með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Kallar eftir breytingu á stjórnarskrá Þorbjörg segir þetta ósamræmi varhugavert. „Stóra pólitíska spurningin er auðvitað hvers vegna það er þannig um nýtingu á auðlindum í þjóðareigu að meginreglan er alls staðar sú að aðilar geta fengið að nýta þessar auðlindir, sem eru í þjóðareign með tímabundnum samningum. Við sjáum þetta gegnum gangandi í allri löggjöf. Við sáum þetta í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarðinn. Þar var talað um tímabundna samninga,“ segir Þorbjörg. „Þetta á ekki við um sjávarútveginn af einhverri ástæðu og við í Viðreisn höfum til dæmis barist fyrir því að þessu verði breytt. Þessi regla þjónar augljóslega ekki hagsmunum almennings. Þannig að ég held að það standi upp á ríkisstjórnina að svara því hvaða hagsmunum er verið að þjóna með því að hafa sérreglu um sjávarauðlindina í þessu sambandi. Að nýtingarrétturinn sé ótímabundinn, sem gerir orðið þjóðareign merkingarlaust. Innihaldslaust. Án allrar þýðingar.“ Þarf að breyta stjórnarskránni til að stemma stigu við þessa þróun? „Já, það þyrfti að gera það því að svar Sjálfstæðismanna hefur yfirleitt verið það að það nægi að breyta fiskveiðistjórnunarlögunum. En við sjáum að það gerist ekki. Það þarf að takmarka og tempra heimildir þingsins með því að vera með skýrt ákvæði í stjórnarskránni um þessa auðlind þar sem kemur skýrt fram að hana megi nýta með tímabundnum samningum vegna þess að þetta er eign þjóðarinnar og greitt sé eðlilegt gjald fyrir. Raunverulegt auðlindagjald en það er aldeilis ekki reyndin í dag.“
Sjávarútvegur Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Akureyri Tengdar fréttir Þjóðareign hinna fáu Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. 14. júlí 2022 13:00 Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Þjóðareign hinna fáu Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. 14. júlí 2022 13:00
Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08