Selja kótelettur til styrktar krabbameinssjúkum börnum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2022 13:51 Allur ágóði af sölunni rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en um tvö hundruð kíló af kótelettum eru í boði. Kótelettan Fjölskylduhátíðin Kótelettan fer fram á Selfossi um helgina en verið er að halda hátíðina í sextánda skiptið. Grill, tónlist og önnur skemmtiatriði eru meðal þess sem er á boðstólnum um helgina. „Nú er aðaldagurinn fram undan, það er stóra grillsýningin og fjölskylduhátíð kótelettunnar sem hófst núna klukkan eitt. Landslið kjötiðnaðarframleiðanda og grillsöluaðila eru að koma að sýna sína fáka, tívolíið og markaðurinn að opna. Verðum hér til klukkan fjögur í dag þar sem toppatriðið er styrktarsala styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á kótelettum sem við erum að gera í sjötta sinn. Það hófst núna klukkan eitt að við hófum sölu á tvö hundruð kílóum af ljúffengum kótelettum. Við skorum á landsmenn að koma og leggja málinu lið,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, í samtali við fréttastofu. Þeir sem eru að koma af höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til þess keyra í gegnum Þrengslin þar sem búist er við mikilli umferð yfir Hellisheiðina. UK Tivoli hefur opnaðPosted by Kótelettan on Föstudagur, 8. júlí 2022 „Hér er mikið líf og fjör í dag, inni á Selfossi. Þetta er tólfta hátíðin og það stefnir í feikiskemmtilegan dag og frábært kvöld,“ segir Einar. Hluti af hátíðarhöldum Kótelettunnar eru tónleikar sem haldnir eru bæði föstudags- og laugardagskvöld. Meðal þeirra sem koma fram eru Helgi Björns, Friðrik Dór, Sigga Ósk og Páll Óskar. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu í kvöld og lýkur þeim klukkan fjögur í nótt. Einar segir að hátt í þrjú þúsund manns mæti í kvöld. Veðrið á Selfossi hefur verið með besta móti og skein sólin á gesti hátíðarinnar á köflum. Í dag er spáð einhverri rigningu en stytta á upp um sexleitið. Hitinn á Selfossi nær mest þrettán gráðum í dag. Og í góðu veðri hefur hátíðin gengið vel. Árborg Kótelettan Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
„Nú er aðaldagurinn fram undan, það er stóra grillsýningin og fjölskylduhátíð kótelettunnar sem hófst núna klukkan eitt. Landslið kjötiðnaðarframleiðanda og grillsöluaðila eru að koma að sýna sína fáka, tívolíið og markaðurinn að opna. Verðum hér til klukkan fjögur í dag þar sem toppatriðið er styrktarsala styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á kótelettum sem við erum að gera í sjötta sinn. Það hófst núna klukkan eitt að við hófum sölu á tvö hundruð kílóum af ljúffengum kótelettum. Við skorum á landsmenn að koma og leggja málinu lið,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, í samtali við fréttastofu. Þeir sem eru að koma af höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til þess keyra í gegnum Þrengslin þar sem búist er við mikilli umferð yfir Hellisheiðina. UK Tivoli hefur opnaðPosted by Kótelettan on Föstudagur, 8. júlí 2022 „Hér er mikið líf og fjör í dag, inni á Selfossi. Þetta er tólfta hátíðin og það stefnir í feikiskemmtilegan dag og frábært kvöld,“ segir Einar. Hluti af hátíðarhöldum Kótelettunnar eru tónleikar sem haldnir eru bæði föstudags- og laugardagskvöld. Meðal þeirra sem koma fram eru Helgi Björns, Friðrik Dór, Sigga Ósk og Páll Óskar. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu í kvöld og lýkur þeim klukkan fjögur í nótt. Einar segir að hátt í þrjú þúsund manns mæti í kvöld. Veðrið á Selfossi hefur verið með besta móti og skein sólin á gesti hátíðarinnar á köflum. Í dag er spáð einhverri rigningu en stytta á upp um sexleitið. Hitinn á Selfossi nær mest þrettán gráðum í dag. Og í góðu veðri hefur hátíðin gengið vel.
Árborg Kótelettan Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira