Lífið

Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti

Telma Tómasson skrifar
Herra Hnetusmjör átti magnaða innkomu á Landsmóti hestamanna og má fullyrða að hann hafi tryllt áhorfendur í brekkunni.
Herra Hnetusmjör átti magnaða innkomu á Landsmóti hestamanna og má fullyrða að hann hafi tryllt áhorfendur í brekkunni. Vísir/Telma

Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins.

Rífandi stemning er á svæðinu en í kvöld eru sýnd bestu hross valdra ræktunarbúa og fram fer úrslitakeppni í tölti, sem er einn af hápunktum mótsins. Herra Hnetusmjör átti magnaða innkomu á sýningu ræktunarbúsins Hjarðartúns og má fullyrða að hann hafi tryllt áhorfendur í brekkunni, sem vildu bara meira.

Dansleikur í samkomutjaldinu mun standa fram á kvöld með Helga Björns og Regínu Ósk, en svo tekur Páll Óskar við.

Bein útsending hefur verið frá mótinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld í samvinnu við streymisveituna AlendisTV sem sýnir frá öllu mótinu.

Öll helstu úrslit í gæðingakeppni Landsmóts fara fram á lokadegi á morgun, laugardag.

Vísir/Telma





Fleiri fréttir

Sjá meira


×