Innlent

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls vilja nítján einstaklingar verða bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Alls vilja nítján einstaklingar verða bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Vísir

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Listi yfir umsækjendur birtist á vef Hveragerðisbæjar í dag en Okkar Hveragerði og Framsóknarflokkurinn mynda þar meirihluta.

Meðal umsækjenda eru Glúmur Baldvinsson, fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins og Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og borgarfulltrúi Miðflokksins, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri Florealis, Valdimar O. Hermannsson, fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar og Matthildur Ásmundardóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hornafirði

  • Ágúst Örlaugur Magnússon - Vaktstjóri
  • Geir Sveinsson - Sjálfstætt starfandi
  • Glúmur Baldvinsson - Sjálfstætt starfandi
  • Jón Aron Sigmundsson - Sjálfstætt starfandi
  • Karl Gauti Hjaltason - Fyrrv. þingmaður
  • Karl Óttar Pétursson - Lögmaður
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir - Forstjóri
  • Konráð Gylfason - Framkvæmdastjóri
  • Kristinn Óðinsson - CFO
  • Lína Björg Tryggvadóttir - Skrifstofustjóri
  • Magnús Björgvin Jóhannesson - Framkvæmdastjóri
  • Matthildur Ásmundardóttir - Fyrrv. bæjarstjóri
  • Sigurður Erlingsson - Stjórnarformaður
  • Sigurgeir Snorri Gunnarsson - Eftirlaunaþegi
  • Valdimar O. Hermannsson - Fyrrv. sveitarstjóri
  • Vigdís Hauksdóttir - Fyrrv. borgarfulltrúi
  • Þorsteinn Þorsteinsson - Deildarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir - Fyrrv. sveitarstjóri
  • Þröstur Óskarsson - Sérfræðingur

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×