Innlent

Eldur í báti norður af Hellissandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Reykinn má sjá úr ansi mikilli fjarlægð.
Reykinn má sjá úr ansi mikilli fjarlægð. Adolf Erlingsson

Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.

Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri hjá Landhelgisgæslunni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Ekki er vitað um orsök en verið er að rannsaka málið.

Maðurinn sem var um borð er við ágætis heilsu og er kominn um borð í björgunarskipið Björg. Eldurinn logar enn og verið er að vinna í því að slökkva hann. 

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ekki nein neyðarboði hafi borist frá bátnum sem bendi til þess að atvikið hafi borið mjög brátt að. Ekki náðist samband við bátinn þegar gæslunni var gert viðvart um brunann.

Fiskibáturinn Didda SH-159 kom manninum til bjargar úr gúmmíbjörgunarbáti sem var á reki skammt frá brennandi bátnum. 

Slökkviliðsmenn á björgunarbátnum Björgu vinna nú í því að slökkva eldinn.Adolf Erlingsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.