Sport

Bein útsending: Forkeppni á Landsmóti hestamanna

Tinni Sveinsson skrifar
Viðar Ingólfsson á Þóri frá Stóra-Hofi í forkeppni B-flokks.
Viðar Ingólfsson á Þóri frá Stóra-Hofi í forkeppni B-flokks.

Vísir sýnir beint frá Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu.

Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir er á meðan Landsmóti stendur í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin.

Á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir verður í dag sýnt frá forkeppni í A-flokki milli klukkan 17 og 18.30. Þá tekur við útsending Bylgjunnar af kvöldfréttatíma okkar. Klukkan 18.55 heldur A-flokkurinn síðan áfram til klukkan 20.10.

Útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is.


Tengdar fréttir

Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund móts­gestum

Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×