Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 00:01 Randy Bachmann hélt tónleika með gítarnum í Tokyo, borginni sem gítarinn fannst loks í. AP Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. 45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta. Tónlist Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta.
Tónlist Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira