Í morgunþættinum Ísland vaknar fyrr í vikunni greindi Kristín Sif frá því að hún væri komin á fast. Hins vegar vildi hún ekki gefa upp með hverjum það væri. Þangað til í dag þegar hún afhjúpaði hinn heppna á Instagram.
Undir færslunni sem parið birti sameiginlega á Instagram stendur „Bralli og Bulli í Berlín. Bestu vinir, geggjað skotin, yfir sig ástfangin og æðislega hamingjusöm með hvort annað 🥰❤️“