Áður verið handtekinn fyrir ofsóknir
Í september á síðasta ári mætti Brown fyrir utan heimili hennar í Los Angeles þar sem hann ógnaði öryggisvörðum með veiðihníf og hótaði að drepa söngkonuna. Hann var í kjölfarið handtekinn og settur í nálgunarbann sem virtist þó ekki duga til.
Samkvæmt heimildum TMZ náði Brown á einhvern undraverðan hátt að brjótast inn á heimili Ariönu í Montecito en til allrar lukku var söngkonan ekki heima þegar atvikið átti sér stað. Öryggiskerfið fór þó af stað sem leiddi til handtöku Brown.
Stuttu áður hafði Brown rofið nálgunarbannið og átti hann að gefa sig fram til lögreglu síðasta þriðjudag en lét ekki sjá sig.
Brown sætir nú varðhaldi en lýsir sig saklausan af ákærum um innbrot, umsátur og brot á nálgunarbanni.