Jón biðst velvirðingar á ónákvæmni Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 15:52 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur beðist velvirðingar á ónákvæmni sinni. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biðst velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum um að þungunarrof nái til síðustu viku fram að barnsburði. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira