Menning

Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listakonurnar Katrín Inga Hjördísardóttir og Eva Ísleifsdóttir en þær mynda samstarfsteymið It's the media not you! meðRakel McMahon.
Listakonurnar Katrín Inga Hjördísardóttir og Eva Ísleifsdóttir en þær mynda samstarfsteymið It's the media not you! meðRakel McMahon. Kristín Pétursdóttir

Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið.

Gjörningur á húsþaki

Verkið er frá árinu 2019 og var upphaflega gjörningur á húsþaki í Aþenu á Grikklandi. Gjörningurinn fól í sér þriggja sólarhringa samtal á milli listamannanna og átti sér eingöngu stað í rituðu máli.

Það var líf og fjör á sýningaropnuninni í Listval.Kristín Pétursdóttir

Með verkinu vildu listamennirnir samtímis skoða ýmsa óvissu og áhrifaþætti samtalsformsins og gjörningarlistformsins. Bæði eru þau hverful, bundin tíma og stað þar sem líf þeirra og framhaldslíf er alfarið háð skrásetningu í gegnum aðra listmiðla.

Dialectic Bubbles eða hugsunarblöðrurnar telja á sjötta hundrað.Kristín Pétursdóttir

Sýndarveruleiki

Á sýningunni býðst áhorfandanum að upplifa verkið í gegnum sýndarveruleika. Sýningargestir fá því tækifæri til þess að upplifa gjörninginn sem fram fór á húsþakinu í Aþenu líkt og þau væru raunverulega stödd á staðnum. Þá verða einnig til sýnis myndræn framsetning á samtölum listamannanna, sem kallast Dialectic Bubbles eða hugsunarblöðrur, og telja á sjötta hundrað.

Sýningargestir fá tækifæri til að upplifa gjörninginn í Aþenu í gegnum sýndarveruleika.Kristín Pétursdóttir

Sýningin stendur til 3. júlí næstkomandi. Hér má sjá fleiri myndir af sýningaropnuninni sem ljósmyndarinn Kristín Pétursdóttir tók:

Sólbjört Vera Ómarsdóttir á opnuninni.Kristín Pétursdóttir

Elísabet Alma Svendsen og Eva Ísleifsdóttir.Kristín Pétursdóttir

Edda Kristín Sigurjónsdóttir.Kristín Pétursdóttir

Kristín Pétursdóttir

Elísabet Birta Sveinsdóttir.Kristín Pétursdóttir

Tengdar fréttir

Rauði þráðurinn er hundur að skíta

Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna.

„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“

Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals.

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.