Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fá eitt annað tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@sarasigmunds og @katrintanja Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna. CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna.
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira