Blésu af göngufótboltaleik eftir að Guðlaugur Þór meiddist Árni Sæberg skrifar 26. júní 2022 19:47 Guðlaugur Þór entist ekki lengi inni á vellinum í dag. Aðsend/UMFÍ „Þetta var nú meiri dagurinn á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi í dag,“ svo hefst fréttatilkynning frá UMFÍ, en í Borgarnesi bar helst í dag að umhverfisráðherra meiddist í göngufótbolta. Guðlaugur Þór Þórðarson tók þátt í göngufótbolta á íþróttamóti fimmtíu ára og eldri í dag. Ekki fór betur en svo að hann meiddist á fæti og varð frá að hverfa. Hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum og svo fór að blása þurfti leikinn af. „Aðeins voru nokkrar mínútur liðnar af geysilega spennandi leik þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgnesingur og umhverfisráðherra,- orku- og loftslagsráðherra, tognaði á fæti að talið er í kjölfar hælspyrnu. Hann þurfti að hverfa af velli til að kæla meiðslin og hætti leik. Skömmu eftir að blásið var til seinni hálfleiks féll andstæðingur hans niður. Talið er að hann hafi slitið hásin. Hann var borinn af velli. Ekkert er vitað um líðan þeirra,“ þetta segir í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Athygli vekur að tveir hafi meiðst í leiknum en eins og nafn göngufótbolta gefur til kynna er stranglega bannað að hlaupa þegar hann er iðkaður. Að örðu leyti fór mótið vel fram og án stórslysa. Keppt var í fjölda greina og voru sumar þeirra opnar fyrir yngri keppendur. Að stígvélakasti, sem er ávallt síðasta grein Landsmóts UMFÍ 50+, loknu sleit Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, mótinu og sagðist hlakka til að sjá mótsgesti á næsta móti sem verður á Stykkishólmi að ári. Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson tók þátt í göngufótbolta á íþróttamóti fimmtíu ára og eldri í dag. Ekki fór betur en svo að hann meiddist á fæti og varð frá að hverfa. Hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum og svo fór að blása þurfti leikinn af. „Aðeins voru nokkrar mínútur liðnar af geysilega spennandi leik þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgnesingur og umhverfisráðherra,- orku- og loftslagsráðherra, tognaði á fæti að talið er í kjölfar hælspyrnu. Hann þurfti að hverfa af velli til að kæla meiðslin og hætti leik. Skömmu eftir að blásið var til seinni hálfleiks féll andstæðingur hans niður. Talið er að hann hafi slitið hásin. Hann var borinn af velli. Ekkert er vitað um líðan þeirra,“ þetta segir í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Athygli vekur að tveir hafi meiðst í leiknum en eins og nafn göngufótbolta gefur til kynna er stranglega bannað að hlaupa þegar hann er iðkaður. Að örðu leyti fór mótið vel fram og án stórslysa. Keppt var í fjölda greina og voru sumar þeirra opnar fyrir yngri keppendur. Að stígvélakasti, sem er ávallt síðasta grein Landsmóts UMFÍ 50+, loknu sleit Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, mótinu og sagðist hlakka til að sjá mótsgesti á næsta móti sem verður á Stykkishólmi að ári.
Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira