Alþingi endurskoðar málsmeðferð við veitingu ríkisborgararéttar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2022 12:03 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir mikilvægt að ferlið verði áfram virkt og til staðar. vísir/Arnar Mikilvægt er að heimildir Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar verði ekki þrengdar við endurskoðun á fyrirkomulaginu segir þingmaður Pírata. Nefnd um breytingar á því hefur verið stofnuð og niðurstaða á að liggja fyrir í haust. Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira