Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 15:45 Aðsend mynd af Baldri kl 13:30, tekið úr Súgandisey. Björgunarskipið Björg frá Rifi aðstoðaði við að koma Baldri aftur að höfn. aðsend Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. Samkvæmt Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, komst Baldur að ferjubryggju á eigin vélarafli og með aðstoð björgunarskipsins Bjargar frá Rifi. „Þannig að þeir eru nú komnir í öruggt skjól og mannskapurinn í land og allar aðrar einingar hafa verið kallaðar af svæðinu. Þetta fór því blessunarlega bara vel,“ segir Ásgrímur í samtali við fréttastofu. Melding frá Baldri um vélarbilun barst landhelgisgæslunni um hálf tíu í morgun. „Þeir létu akkerið fara og það hélt. Mér skilst að þeir hafi ekki getað kúplað saman þannig að skrúfan færi að snúast. Svo komst það í lag en þá áttu þeir í vandræðum með að ná akkerinu upp. Eftir að ná akkerinu upp náðu þeir ekki upp mikilli ferð á skipið og þar af leiðandi voru stjórntökin takmörkuð.“ Björgunarskipið Björg frá Rifi var því fengið til að fara utan á Baldur til að aðstoða með stjórntökin. Ásgrímur segir æfingar á Björgu hafa tekið nokkurn tíma fyrir utan Stykkishólm. „Á meðan héldum við öllum öðrum viðbrögðum í gangi, þyrlan var klár, varðskipið Þór var á leiðinni vestur, Björgunarsveitin í landi og aðgerðarstjórnin á Snæfellsnesi. Þetta var allt klárt og við léttum þessu ekki fyrr en skipið var bundið við bryggju í Stykkishólmi.“ Baldur hafi verið bundinn við bryggju klukkan 15:07. Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Samkvæmt Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, komst Baldur að ferjubryggju á eigin vélarafli og með aðstoð björgunarskipsins Bjargar frá Rifi. „Þannig að þeir eru nú komnir í öruggt skjól og mannskapurinn í land og allar aðrar einingar hafa verið kallaðar af svæðinu. Þetta fór því blessunarlega bara vel,“ segir Ásgrímur í samtali við fréttastofu. Melding frá Baldri um vélarbilun barst landhelgisgæslunni um hálf tíu í morgun. „Þeir létu akkerið fara og það hélt. Mér skilst að þeir hafi ekki getað kúplað saman þannig að skrúfan færi að snúast. Svo komst það í lag en þá áttu þeir í vandræðum með að ná akkerinu upp. Eftir að ná akkerinu upp náðu þeir ekki upp mikilli ferð á skipið og þar af leiðandi voru stjórntökin takmörkuð.“ Björgunarskipið Björg frá Rifi var því fengið til að fara utan á Baldur til að aðstoða með stjórntökin. Ásgrímur segir æfingar á Björgu hafa tekið nokkurn tíma fyrir utan Stykkishólm. „Á meðan héldum við öllum öðrum viðbrögðum í gangi, þyrlan var klár, varðskipið Þór var á leiðinni vestur, Björgunarsveitin í landi og aðgerðarstjórnin á Snæfellsnesi. Þetta var allt klárt og við léttum þessu ekki fyrr en skipið var bundið við bryggju í Stykkishólmi.“ Baldur hafi verið bundinn við bryggju klukkan 15:07.
Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33