23 seglbátar til Fáskrúðsfjarðar eftir að óveður batt enda á alþjóðlega siglingarkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 08:55 Keppandinn Jeremie Beyou tók þessa mynd um borð í báti sínum í morgun þegar hann var á leið að landi. Jeremie Beyou/Charal Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð vegna slæmra veðurskilyrða. Til stóð að láta 25 keppendur sem lögðu af stað frá Frakklandi seinasta sunnudag sigla hringinn í kringum Ísland áður þeir sneru aftur til sjávarþorpsins Les Sables d'Olonne. Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022 Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022
Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira