Lífið

Dóttir Beyoncé og Jay Z sláandi lík móður sinni

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Feðginin Jay Z og Blue Ivy Carter fóru saman á NBA leik í gær og voru allra augu á Blue sem þykir farin að líkast mömmu sinni, Beyoncé, gríðarlega mikið. 
Feðginin Jay Z og Blue Ivy Carter fóru saman á NBA leik í gær og voru allra augu á Blue sem þykir farin að líkast mömmu sinni, Beyoncé, gríðarlega mikið.  Getty

Jay Z mætti með dóttur sína Blue Ivy á úrslitaleik í NBA í gær og beindust allra augu að dótturinni sem þykir nú orðin sláandi lík móður sinni, poppgyðjunni Beyoncé. 

Blue, sem er tíu ára gömul, hefur greinilega erft meira en útlit móður sinnar en klæðaburður hennar og stíll minnti einnig mikið á Beyoncé. 

Svartur leðurjakki, stórir hoop-eyrnalokkar og svartur bolur með áletruninni, Brown Skin Girl sem er titill lags Beyoncé en Blue söng með móður sinni í laginu. 

Feðginin virðast hafa notið sín vel saman á leiknum og fékk Blue að sjálfsögðu að heilsa upp á nokkra liðsmenn eftir úrslitin með föður sínum. 

Það má segja að Blue Ivy hafi stolið senunni á úrslitaleik NBA í gærkvöldi en aðdáendur héldu vart vatni yfir líkindum hennar og móður hennar Beyoncé. Getty

Það er óneitanlega mikill svipur með þeim mæðgum og verður spennandi að sjá hvort að Blue Ivy feti í fótspor foreldra sinna í tónlistarheiminum í framtíðinni. 

Blue Ivy er tíu ára gömul og strax orðin mjög lík móður sinni. Instagram

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.