Lífið

Dua Lipa stödd á Íslandi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ef marka má Instagram-sögur er Dua Lipa stödd á Íslandi núna.
Ef marka má Instagram-sögur er Dua Lipa stödd á Íslandi núna. Samsett mynd

Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl.

Maðurinn sem Dua Lipa merkir á myndina heitir Pat Boguslawski og er titlaður sem „movement director“ á heimasíðu sinni. 

Hann hefur unnið við fjölda tískuverkefna fyrir Vogue og Gucci og vann með bresku tónlistarkonunni í myndatöku fyrir W Magazine. Í hans Instagram-sögu má sjá mynd af svörtum bíl og hvítu hjólhýsi sem hann merkir Íslandi.

Umræddar færslur úr Instagram-sögum Dua Lipa og Pat Boguslawski.Samsett mynd

Þegar blaðamaður hringdi í Kukl til að forvitnast um verkefnið gátu þau ekkert staðfest en af myndunum að dæma má ætla að tónlistarkonan breska sé að taka upp auglýsingu eða tónlistarmyndband eða í tískumyndatöku.

Hér að neðan má sjá myndband við eitt af þekktari lögum söngkonunnar, Physical.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.