Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 12:14 Það hefur verið stormasamt um nokkur mál ríkisstjórnarinnar eins og útlendingafrumvarpið. Þótt samið hafi verið um afgreiðslu mála fyrir þinghlé er ekki ósennilegt að tekist verði á um rammaáætlun og aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu dögum þings svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20