Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 12:14 Það hefur verið stormasamt um nokkur mál ríkisstjórnarinnar eins og útlendingafrumvarpið. Þótt samið hafi verið um afgreiðslu mála fyrir þinghlé er ekki ósennilegt að tekist verði á um rammaáætlun og aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu dögum þings svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20