Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 12:14 Það hefur verið stormasamt um nokkur mál ríkisstjórnarinnar eins og útlendingafrumvarpið. Þótt samið hafi verið um afgreiðslu mála fyrir þinghlé er ekki ósennilegt að tekist verði á um rammaáætlun og aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu dögum þings svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eftir hefðbundnar þreifingar á Alþingi undanfarna daga náðist loks samkomulag milli þingflokksformanna í gærkvöld um þau máli sem verða afgreidd fyrir lok vorþingsins. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að flestir geti gengið nokkuð sáttir frá borði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar til að leggja útlendingafrumvarp aftur fyrir á fyrstu dögum haustþings.Vísir/Vilhelm Ljóst er að nokkur fjöldi mála nær ekki náð Alþingis að þessu sinni. Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Óli Björn segist ekki leggja mat á hvaða mál væru umdeild og hver ekki. „Dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun að fresta því máli fram á haustið og nýtur eindregins stuðnings ríkisstjórnarinnar til að setja það á dagskrá þingsins með fystu málum í haust. Það eru hins vegar mjög umsvifamikil mál sem munu koma til afgreiðslu í komandi viku. Rammaáætlunin er mjög viðamikil. Við eigum eftir að ganga frá fjármálaáætlun sem tekur tíma í komandi viku og svo framvegis. Þetta geta orðið fimmtíu til sextíu mál,“ segir Óli Björn. Málin væru þó misjafnlega langt komin í vinnslu þingsins. Þrátt fyrir góðan vilja allra gætu menn þurft að horfast í augu við að ekki verði hægt að afgreiða öll mál með sómasamlegum hætti þótt menn væru að reyna það. Óli Björn Kárason segir ábyrgðalaust að grípa ekki til aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum við núverandi aðstæður og það verði gert bæði á tekju- og gjaldahlið.Vísir/Vilhelm Eitt umdeildari mála er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um leigubílaakstur sem stefnt er að því að afgreiða. Óli reiknar með að umhverfis- og samgöngunefnd afgreiði álit sitt á rammaáætlun í dag eða á morgun. Sama gildi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. „Það er alveg ljóst og menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar í efnahagsmálum til að átta sig á því að aðstæður í efnahagsmálum, þótt vel gangi hjá okkur, eru þannig að það er fullkomlega ábyrgðarlaust ef ekki er gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Þær eru tvíþættar. Annars vegar þarf að gæta aðhalds í útgjöldum en það þarf líka að huga að tekjuhliðinni og það verður gert. Það mun liggja fyrir í dag eða á morgun í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stefnt sé að því að gera hlé á þingfundum aðfararnótt fimmtudagsins 16. júní eða í allra síðasta lagi á hádegi þann dag. Það þarf að hafa þinghúsið tilbúið fyrir þjóðhátíðina? „Nákvæmlega. Það er ágæt tímapressa á okkur,“ segir Óli Björn Kárason.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20