Innlent

Þrír fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur við Land­spítalann í Foss­vogi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrír voru fluttir á slysadeild í Fossvogi.
Þrír voru fluttir á slysadeild í Fossvogi. Vísir/Egill

Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi á níunda tímanum í kvöld eftir að tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að slys á fólki hafi verið minniháttar en fólkið hafi verið flutt á slysadeild til læknisskoðunar. 

Bílarnir tveir rákust á á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar, beint fyrir ofan Landspítalann í Fossvogi. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir aðgerðir enn í gangi á vettvangi en þrír sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll hafi verið sendur frá slökkviliðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×