„Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. júní 2022 19:27 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir allar hugmyndir sem upp koma ræddar, sé eitthvað vit í þeim. Vísir/Vilhelm Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira