Lífið

Trommari Yes er fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Alan White á tónleikum með Yes árið 2018.
Alan White á tónleikum með Yes árið 2018. Getty

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

White gekk til liðs við sveitina árið 1972 þegar hann tók við kjuðunum af Bill Bruford, en sveitin sjálf var stofnuð árið 1968.

Yes er meðal annars þekkt fyrir lagið Owner of a Lonely Heart frá árinu 1983 en lagið komst á topp Billboard-vinsældalistans.

White starfaði einnig með tónlistarmönnum á borð við John Lennon, George Harrison og Joe Cocker.

Sveitin Yes var tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 2017.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.