Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2022 18:54 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Guðmundur Árni segir vonbrigði að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi myndað meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira