Höddi Magg til liðs við RÚV Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 16:03 Hörður Magnússon, fyrrum Pepsi-markastjóri. Hann mun sitja hinu megin borðsins sem álitsgjafi hjá RÚV. Vísir/Ernir Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. „If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
„If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira