Frá Selfossi að Ólympíugulli: Vésteinn með fyrirlestur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 12:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna saman eftir að hafa unnið gull og silfur Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Getty/Maja Hitij Vésteinn Hafsteinsson er mættur til Íslands með bæði gull- og silfurstrákinn sinn frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn