Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2022 14:17 Agnes biskup segir stjórnvöld túlka reglur of þröngt og ekki af mannúð og mildi. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. Fréttablaðið greindi fyrst frá afstöðu Agnesar. Fréttastofa náði tali af henni í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst að kirkjan og þjóðfélagið eigi að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og veita því umhyggju og í kirkjunni fyrirbæn og trúarlega þjónustu. Þar af leiðandi líkar mér illa við að heyra svona fréttir um að vísa eigi um þrjú hundruð manns úr landi sem er búið að festa hérna rætur að einhverju leyti og hefur fundið hér öryggi og frið.“ Agnes segir reglurnar sem stjórnvöld vinni eftir vera túlkaðar allt of þröngt. „Mannúð og mildi eru ekki útgangspunkturinn heldur eitthvað regluverk. Allir textar eru túlkaðir og mér virðist þessi texti sem yfirvöld rýna í núna varðandi hælisleitendur vera túlkaður mjög þröngt og ekki af þeirri mannúð og mildi sem við viljum sjá og hafa í þessu landi.“ Þá segir Agnes umrædda fjöldabrottvísun vera á skjön við þingsályktun kirkjuþings um stefnu Þjóðkirkjunnar í málefnum innflytjenda og fólks á flótta. „Þetta er ekki í anda hennar að vísa fólki úr landi nema þá að ríkar ástæður séu til.“ Í stefnunni sé eftirfarandi texti lýsandi fyrir afstöðu kirkjunnar. „Kærleikur Guðs gerir okkur kleift að elska náungann og er mikilvægasta aflið í kristindómnum og þess vegna ber Þjóðkirkjunni að þjóna hælisleitendum í kærleika. Kirkja sem leggur aðeins áherslu á það sem fer fram innan veggja hennar verður fljótt ljót. Kirkjan er aðeins kirkja þegar hún er til fyrir aðra.“ Agnes segir að margir af þessum hælisleitendum hafi leitað til kirkjunnar, nánar tiltekið til alþjóðlega söfnuðarins og því hafi hún innsýn inn í þjáningar fólksins sem vísa á úr landi. Um sé að ræða fólk sem sé einfaldlega að reyna að bjarga sér og halda lífi. Hælisleitendur Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá afstöðu Agnesar. Fréttastofa náði tali af henni í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst að kirkjan og þjóðfélagið eigi að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og veita því umhyggju og í kirkjunni fyrirbæn og trúarlega þjónustu. Þar af leiðandi líkar mér illa við að heyra svona fréttir um að vísa eigi um þrjú hundruð manns úr landi sem er búið að festa hérna rætur að einhverju leyti og hefur fundið hér öryggi og frið.“ Agnes segir reglurnar sem stjórnvöld vinni eftir vera túlkaðar allt of þröngt. „Mannúð og mildi eru ekki útgangspunkturinn heldur eitthvað regluverk. Allir textar eru túlkaðir og mér virðist þessi texti sem yfirvöld rýna í núna varðandi hælisleitendur vera túlkaður mjög þröngt og ekki af þeirri mannúð og mildi sem við viljum sjá og hafa í þessu landi.“ Þá segir Agnes umrædda fjöldabrottvísun vera á skjön við þingsályktun kirkjuþings um stefnu Þjóðkirkjunnar í málefnum innflytjenda og fólks á flótta. „Þetta er ekki í anda hennar að vísa fólki úr landi nema þá að ríkar ástæður séu til.“ Í stefnunni sé eftirfarandi texti lýsandi fyrir afstöðu kirkjunnar. „Kærleikur Guðs gerir okkur kleift að elska náungann og er mikilvægasta aflið í kristindómnum og þess vegna ber Þjóðkirkjunni að þjóna hælisleitendum í kærleika. Kirkja sem leggur aðeins áherslu á það sem fer fram innan veggja hennar verður fljótt ljót. Kirkjan er aðeins kirkja þegar hún er til fyrir aðra.“ Agnes segir að margir af þessum hælisleitendum hafi leitað til kirkjunnar, nánar tiltekið til alþjóðlega söfnuðarins og því hafi hún innsýn inn í þjáningar fólksins sem vísa á úr landi. Um sé að ræða fólk sem sé einfaldlega að reyna að bjarga sér og halda lífi.
Hælisleitendur Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23
Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45
„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13