Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2022 14:17 Agnes biskup segir stjórnvöld túlka reglur of þröngt og ekki af mannúð og mildi. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. Fréttablaðið greindi fyrst frá afstöðu Agnesar. Fréttastofa náði tali af henni í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst að kirkjan og þjóðfélagið eigi að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og veita því umhyggju og í kirkjunni fyrirbæn og trúarlega þjónustu. Þar af leiðandi líkar mér illa við að heyra svona fréttir um að vísa eigi um þrjú hundruð manns úr landi sem er búið að festa hérna rætur að einhverju leyti og hefur fundið hér öryggi og frið.“ Agnes segir reglurnar sem stjórnvöld vinni eftir vera túlkaðar allt of þröngt. „Mannúð og mildi eru ekki útgangspunkturinn heldur eitthvað regluverk. Allir textar eru túlkaðir og mér virðist þessi texti sem yfirvöld rýna í núna varðandi hælisleitendur vera túlkaður mjög þröngt og ekki af þeirri mannúð og mildi sem við viljum sjá og hafa í þessu landi.“ Þá segir Agnes umrædda fjöldabrottvísun vera á skjön við þingsályktun kirkjuþings um stefnu Þjóðkirkjunnar í málefnum innflytjenda og fólks á flótta. „Þetta er ekki í anda hennar að vísa fólki úr landi nema þá að ríkar ástæður séu til.“ Í stefnunni sé eftirfarandi texti lýsandi fyrir afstöðu kirkjunnar. „Kærleikur Guðs gerir okkur kleift að elska náungann og er mikilvægasta aflið í kristindómnum og þess vegna ber Þjóðkirkjunni að þjóna hælisleitendum í kærleika. Kirkja sem leggur aðeins áherslu á það sem fer fram innan veggja hennar verður fljótt ljót. Kirkjan er aðeins kirkja þegar hún er til fyrir aðra.“ Agnes segir að margir af þessum hælisleitendum hafi leitað til kirkjunnar, nánar tiltekið til alþjóðlega söfnuðarins og því hafi hún innsýn inn í þjáningar fólksins sem vísa á úr landi. Um sé að ræða fólk sem sé einfaldlega að reyna að bjarga sér og halda lífi. Hælisleitendur Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá afstöðu Agnesar. Fréttastofa náði tali af henni í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst að kirkjan og þjóðfélagið eigi að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og veita því umhyggju og í kirkjunni fyrirbæn og trúarlega þjónustu. Þar af leiðandi líkar mér illa við að heyra svona fréttir um að vísa eigi um þrjú hundruð manns úr landi sem er búið að festa hérna rætur að einhverju leyti og hefur fundið hér öryggi og frið.“ Agnes segir reglurnar sem stjórnvöld vinni eftir vera túlkaðar allt of þröngt. „Mannúð og mildi eru ekki útgangspunkturinn heldur eitthvað regluverk. Allir textar eru túlkaðir og mér virðist þessi texti sem yfirvöld rýna í núna varðandi hælisleitendur vera túlkaður mjög þröngt og ekki af þeirri mannúð og mildi sem við viljum sjá og hafa í þessu landi.“ Þá segir Agnes umrædda fjöldabrottvísun vera á skjön við þingsályktun kirkjuþings um stefnu Þjóðkirkjunnar í málefnum innflytjenda og fólks á flótta. „Þetta er ekki í anda hennar að vísa fólki úr landi nema þá að ríkar ástæður séu til.“ Í stefnunni sé eftirfarandi texti lýsandi fyrir afstöðu kirkjunnar. „Kærleikur Guðs gerir okkur kleift að elska náungann og er mikilvægasta aflið í kristindómnum og þess vegna ber Þjóðkirkjunni að þjóna hælisleitendum í kærleika. Kirkja sem leggur aðeins áherslu á það sem fer fram innan veggja hennar verður fljótt ljót. Kirkjan er aðeins kirkja þegar hún er til fyrir aðra.“ Agnes segir að margir af þessum hælisleitendum hafi leitað til kirkjunnar, nánar tiltekið til alþjóðlega söfnuðarins og því hafi hún innsýn inn í þjáningar fólksins sem vísa á úr landi. Um sé að ræða fólk sem sé einfaldlega að reyna að bjarga sér og halda lífi.
Hælisleitendur Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23
Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45
„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13