Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Viðreisn hefur ásamt Samfylkingunni og Pírötum kallað eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsóknarflokkinn í borginni. Við ræðum við oddvita Framsóknar í beinni við Ráðhúsið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur. Þingmaður Pírata bendir á að Íslendingar geti tekið á móti þeim og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu.

Úkraínustjórn ítrekaði í dag að hún neitaði alfarið að láta af hendi land til Rússa í friðarviðræðum.  Slík eftirgjöf sé enda aðeins til þess fallin að auka á ofbeldið af hálfu Rússa. Eftir að Rússar náðu Mariupol hafa þeir bætt í árásir í Donbas-héruðunum. Þeir hafa fært sig frá Kharkív þar sem þeim varð lítið ágengt og hafa á síðustu dögum ráðist af miklum krafti á borgina Sívíeródonetsk og aðrar þar í kring. 

Hjónin sem búa á Skrauthólum við Esjuna óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist.

Við þurfum að vera við því búin að eitthvað geti gerst á svæðinu nálægt Þorbirni, að sögn jarðfræðings.  Tveir stærri jarðskjálftar urðu þar í morgun, en staðsetning jarðhræringanna er töluvert frá staðnum þar sem síðast gaus í Fagradalsfjalli. Miklir innviðir eru undir á svæðinu.

Þrjú hundruð kílómetrar af skurðum voru grafnir með höndunum um allan Flóann, sem náðu yfir tólf þúsund hektara lands, en það er upphaf Flóaáveitunnar, sem fagnar nú hundrað ára afmæli. Af því tilefni var boðið til hátíðar við Flóðgáttina þar sem nýr vegur fékk nafn og upplýsingaskilti var afhjúpað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.