Bullandi frjósemi í Stykkishólmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2022 15:36 Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sem fagnar fjölgun íbúa í Stykkishólmi og hvað mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Stykkishólmi er alltaf að fjölga og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk er aðallega að flytja á staðinn. Kosið var um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi 26. mars síðastliðinn. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi eru rétt tæplega þrettán hundruð. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að íbúum þar í bæ sé alltaf að fjölga og fjölga. „Já, íbúum hefur verið að fjölga markvisst núna undanfarin ár. Við vorum fyrir svona fimm til sex árum hundrað færri og plús þessi áttatíu, sem komu með sameiningunni, þannig að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um hundrað til hundrað og fimmtíu á síðustu fimm til sex árum. Er það ekki bara vel gert? Það er bara frábært, ég get ekki annað sagt. Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu árum einnig. Við vorum líka að klára að stækka leikskólann, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ segir Jakob Björgvin. Í dag búa tæplega 1300 manns í Stykkishólmi með íbúum Helgafellsveitar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Stykkishólm? „Það er ungt fjölskyldufólk aðallega, sem hefur verið að flytja í Stykkishólm, sem endurspeglast í þessum aukna fjölda, sem er að sækjast eftir því að koma í leikskólann hjá okkur. 2015 voru 72 börn í leikskólanum en þau eru komin í 92 núna. Þannig að það sýnir hvaða þróun hefur átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár. Þannig að það er bullandi frjósemi? „Já, já, það er bullandi frjósemi hér í Stykkishólmi, það er ekki bara fólk, sem flytur, heldur er unga fólkið líka að flytja heim og síðan er það að fjölga sér, þannig að það er líka ein skýringin,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með fjölgun íbúa í Hólminum og þá frjósemi, sem á sér þar stað. Stykkishólmur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Kosið var um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi 26. mars síðastliðinn. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi eru rétt tæplega þrettán hundruð. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að íbúum þar í bæ sé alltaf að fjölga og fjölga. „Já, íbúum hefur verið að fjölga markvisst núna undanfarin ár. Við vorum fyrir svona fimm til sex árum hundrað færri og plús þessi áttatíu, sem komu með sameiningunni, þannig að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um hundrað til hundrað og fimmtíu á síðustu fimm til sex árum. Er það ekki bara vel gert? Það er bara frábært, ég get ekki annað sagt. Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu árum einnig. Við vorum líka að klára að stækka leikskólann, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ segir Jakob Björgvin. Í dag búa tæplega 1300 manns í Stykkishólmi með íbúum Helgafellsveitar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Stykkishólm? „Það er ungt fjölskyldufólk aðallega, sem hefur verið að flytja í Stykkishólm, sem endurspeglast í þessum aukna fjölda, sem er að sækjast eftir því að koma í leikskólann hjá okkur. 2015 voru 72 börn í leikskólanum en þau eru komin í 92 núna. Þannig að það sýnir hvaða þróun hefur átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár. Þannig að það er bullandi frjósemi? „Já, já, það er bullandi frjósemi hér í Stykkishólmi, það er ekki bara fólk, sem flytur, heldur er unga fólkið líka að flytja heim og síðan er það að fjölga sér, þannig að það er líka ein skýringin,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með fjölgun íbúa í Hólminum og þá frjósemi, sem á sér þar stað.
Stykkishólmur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira