Tónlist

Vala gefur út vöggu­vís­u­plötu: „Vonandi hefur þetta róandi á­hrif á alla“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Útvarpskonan Vala Eiríks var að gefa út vögguvísuplötu.
Útvarpskonan Vala Eiríks var að gefa út vögguvísuplötu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÓLADÓTTIR

Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir var að gefa út plötuna Ró. Um er að ræða tíu vögguvísur og þrjár barnasögur sem söngkonan Vala skrifaði sjálf, las og hljóðskreytti. 

„Mig hefur lengi langað að búa til efni fyrir börn og vissi ađ tíma mínum væri vel varið í þetta, þar sem foreldrar hafa veriđ ađ kalla eftir nýju efni,“ segir Vala í samtali við Vísi.

„Allt eru þetta vìsur sem fólk þekkir, en lokalagið, Sængurfaðmur, er samiđ af okkur Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Hann á lag og ég texta.“

Vala segir að systurdæturnar tvær séu hennar helsti innblástur. 

„Ég vissi að það væri vöntun á efni á íslensku fyrir börn. Hafdís Huld hefur átt markaðinn skuldlaust ì 10 ár og gefið foreldrum mikiđ međ sínu dásamlega framlagi og ég vildi bara endilega bæta í flóruna. Börnin eru líka þakklátasti hópurinn. Mér finnst líka ofbo'slega gaman ađ búa til töfraheim fyrir börn, þar sem hugur þeirra er svo opinn og óheftur. Ekkert er fallegra en ímyndunaraflið okkar og þess vegna elska ég er skrifa barnasögur og fannst mikilvægt ađ þær væru partur af verkinu. Heildarupplifun. Vonandi fá pabbi og mamma smá aukatíma saman á kvöldin og ég sé bara um svæfinguna. Annars mega fullorðnir líka hlusta. Vonandi hefur þetta róandi áhrif á alla.“

Lokalagið sá Vala fyrir sér sem eins konar núvitund og hugleiđslu.

„Slökum á líkamanum, róum hugann og sleppum tökunum. Leyfum okkur að líða inn í draumaheiminn, þar sem allt getur gerst og er alltaf gaman.“

Aðspurð um innblásturinn að barnasögunum svarar Vala: 

„Ég veit aldrei nákvæmlega hvert ég ætla með sögurnar þegar ég byrja. Ég vel mér ýmist lexíu eđa karaktereinkenni sem ég vil að sé fókusinn og svo byrja ég bara ađ skrifa og sé hvað gerist.“

Stefán Örn Gunnlaugsson sér um allan undirleik, útsetningu, vinnslu og framleiđslu á plötunni Ró. 

„Eins má heyra hans fallegu rödd bregđa fyrir í bakröddum. Hann kemur međ sína einstöku og yndislegu orku inn í þetta og ég er svo þakklát ađ hann lagđi í þetta ævintýri međ mèr,“ segir Vala.

„Ég er í sjokki og svo þakklát,“ segir hún um viðbrögðin við plötunni. „Ég er búin ađ fá svo mörg myndbönd og myndir send af litlum sofandi og sofnandi krílum yfir plötunni síđustu daga ađ ég er alveg komin međ kipp í eggjastokkana, segir Vala að lokum.

Plötunna Ró má finna á Spotify og öllum helstu streymisveitum. 


Tengdar fréttir

Vala Eiríks gefur út lag og myndband

Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en hefur ekki gefið út sóló lag áður. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.