„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2021 08:16 Söngkonan Vala sendi í gær frá sér lagið Minn eigin dans. „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira