„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2021 08:16 Söngkonan Vala sendi í gær frá sér lagið Minn eigin dans. „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira