Lífið

Dóri DNA/Sanders gefur út tónlistarmyndband

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dóri DNA sem Colonel Sanders.
Dóri DNA sem Colonel Sanders. Aðsend

Um helgina gaf Dóri DNA út tónlistarmyndband í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders við lagið “Því þú átt það skilið”. Lagið er gert í samstarfi við KFC og hefur verið notað í auglýsingum fyrir fyrirtækið.

Myndbandið er í leikstjórn Einar Egilssonar og sá Stella Rósenkranz um hreyfingar. Lagið “Því þú átt það skilið” má einnig finna á öllum helstu streymisveitum.

Lagið sjálft er samið af Þormóði Eiríkssyni, Króla og Dóra sjálfum. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Dóri að samvinna þeirra félaga hafi gengið einstaklega vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.