Innlent

Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í Skorradalshreppi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
FJörutíu og einn greiddi atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Skorradal.
FJörutíu og einn greiddi atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Skorradal. Vísir/Jóhann K

Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Skorradalshreppi á laugardag. Þó það virðist vera lítið var kjörsókn 87,2% en 47 voru á kjörskrá.

Engir listar buðu fram í Skorradalshreppi og var því gengið til persónukjörs. Samkvæmt vef Skorradalshrepps féllu atkvæðin svo.

  • Jón Eiríkur Einarsson, Mófellsstaðakoti, 22 atkvæði
  • Kristín Jónsdóttir, Hálsum, 22 atkvæði
  • Pétur Davíðssson, Grund 2, 21 atkvæði
  • Óli Rúnar Ástþórsson, Birkimóa 1, 20 atkvæði
  • Guðný Elíasdóttir, Mófellsstöðum, 15 atkvæði

Varamenn

  1. Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Dagverðarnesi 72
  2. Björn Haukur Einarsson, Neðri-Hrepp
  3. Svanhvít Jóhanna Jóhannsdóttir, Hvammshlíð
  4. Ómar Pétursson, Indriðastöðum
  5. Tryggvi Valur Sæmundsson, Hálsum

Með varamönnum töldum hlaut 21% íbúa Skorradalshrepps á kjörskrá kjör í sveitarstjórn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×