Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:02 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira