Lífið

Egill og Thelma eignuðust lítinn dreng

Elísabet Hanna skrifar
Parið birti fallega mynd af sér þar sem kúlan fékk að njóta sín.
Parið birti fallega mynd af sér þar sem kúlan fékk að njóta sín. Skjáskot/Instagram

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og Thelma Gunnarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 10. maí og eru foreldrarnir í skýjunum með nýja hlutverkið. 

„Fallegi drengurinn okkar mætti með hraði þriðjudaginn 10.maí og foreldrarnir gætu ekki verið hamingjusamari,“

sagði Egill í færslu á miðlinum sínum undir myndum af drengnum og bætti við: „Við biðjum fjölmiðla vinsamlegast um að birta ekki myndir/myndbönd úr færslunni.“ Parið er búið að vera saman í rúm átta ár og voru þau spennt að bæta litlu lífi við fjölskylduna.


Tengdar fréttir

Þriggja manna ástarsamband án kynlífs

Brennslu teymið eru þau Kristín Ruth Jónsdóttir, Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Ploder Ottósson en saman sjá þau um morgunþáttinn á FM957. Þau lýsa sambandinu sínu sem þriggja manna ástarsambandi, án kynlífs.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.