Lífið

Mætti með samninginn örfáum sekúndum eftir að þær byrjuðu saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sambandið orðið formlegt en þá þurfti að skrifa undir pappírana. 
Sambandið orðið formlegt en þá þurfti að skrifa undir pappírana. 

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir.

Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og má segja að þættirnir hafi orðið til í kjölfarið.

Um er að ræða kynfræðsluþætti fyrir fólk á öllum aldri. Þættirnir eru framleiddir af Ketchup Creative.

Í sjötta og síðasta þættinum er fjallað náin sambönd. Sambönd geta verið flókin og ekki eru þau öll eins. 

Í þættinum var aftur á móti sýnt leikið atriði þar sem gert er grín að því hvernig íslenska ríkið skilgreinir ástarsambönd í kerfinu eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Mætti með samninginn örfáum sekúndum eftir að þær byrjuðu saman





Fleiri fréttir

Sjá meira


×