EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 23:33 Íslenska atriðið hefur gert gott mót í Tórinó. Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“