Nick Cave missir annan son Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:12 Jethro Lazenby er frumburður Nick Cave. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli andláti Jethro. Vísir/getty Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019) Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019)
Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47