Lífið

Nýr Doctor Who

Elísabet Hanna skrifar
Ncuti Gatwa.
Ncuti Gatwa. Getty/Karwai Tang

Ncuti Gatwa tekur við af Jodie Whittaker sem Doctor Who samkvæmt tilkynningu frá BBC. Ncuti verður þar með fjórtándi tímavörðurinn (e. Time Lord) og er leikarinn spenntur fyrir komandi tímum.

„Sex Education“

Hinn Skoski Ncuti er fæddur í Rwanda og er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Netflix þáttunum Sex Education sem Eric Effiong. Hann hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til BAFTA sjónvarpsverðlaunanna fyrir hlutverkið en þessa dagana fer hann einnig með hlutverk í nýju Barbie myndinni. Í viðtali við BBC hafði hann meðal annars þetta að segja um nýja hlutverkið sem Doctor Who:

„Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta er sannur heiður. Þetta hlutverk er stofnun og það er svo táknrænt.“

Stal hlutverkinu

Russel T Davies sem er framleiðandi og höfundur Doctor Who þáttanna sagði að Ncuti hafi staðið sig stórkostlega í prufunum og þar af leiðandi hlotið hlutverkið. Hann segir teymið hafa verið með annan leikara í huga eftir daginn sem áhorfendaprufurnar fóru fram þar sem Ncuti var síðastur inn í prufunum:

„Við héldum að við værum með einhvern en svo kom hann inn og stal því.“

Aðrir leikarar sem hafa farið með hlutverk Doctor Who eru meðal annars Matt Smith, Jodie Whittaker, Peter Capaldi og David Tennant.


Tengdar fréttir

Mar­­got Robbie og Ryan Gosling verða Bar­bie og Ken

Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×